Fótbolti

Þjálfari Kósóvó: Spurðu Holland og England hvernig þeim gekk með Ísland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó.
Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó. Vísir/EPA
Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó, gaf ekki mikið fyrir spurningu sem hann fékk á blaðamannafundi liðsins fyrir landsleikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2018 í Shkoder í kvöld.

Bunjaki sagðist bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu og að það væri sigurstranglegri aðilinn í kvöld. Árangur Íslands á síðasta ári hefði sett liðið í fremstu röð í Evrópu og það bæri að virða.

Blaðamaður frá Kósóvó bar upp spurningu á fundinum til þjálfarans. Hvort að Kósóvó gæti talist líklegt til afreka í leiknum, ekki síst þar sem að leikmenn Kósóvó spiluðu almennt í sterkari deildum en leikmenn íslenska liðsins.

Sjá einnig: Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri

„Ísland er með eitt besta landslið í Evrópu og árangur liðsins talar sínu máli. Þú ættir að spyrja Holland og England hvernig þeim gekk með Ísland,“ sagði Bunjaki og vísaði til þess að Ísland vann Holland tvívegis í síðustu undankeppni og sló England úr leik á EM í sumar.

„Það ber að virða Ísland fyrir þann árangur sem liðið hefur náð og það ætlum við að gera.“


Tengdar fréttir

Við öllu búnir gegn Kósóvó

Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×