Sport

Þjálfari Gunnars og McGregors fær alltaf sömu þrjár spurningarnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson vann Zak Cummings á laugardaginn var.
Gunnar Nelson vann Zak Cummings á laugardaginn var. vísir/getty
Mikill áhugi er á John Kavanagh, þjálfara bardagaíþróttakappans GunnarsNelson, þessa dagana, en Kavanagh stóð uppi sem margfaldur sigurvegari á UFC-bardagakvöldinu í Dyflinni dögunum.

Aðalstjörnurnar hans, Gunnar Nelson og Conor McGregor, unnu báðir í tveimur stærstu bardögum kvöldsins, en til viðbótar unnu þrír aðrir kappar sem Írinn þjálfar sína bardaga áður en komið var að beinu útsendingunni.

Kavanagh er eðlilega spurður mest út í vonarstjörnurnar Gunnar og Conor McGregor sem margir telja að geti farið alla leið og orðið heimsmeistarar í sínum þyngdarflokkum.

„Skiljanlega fæ ég mikið af viðtalsbeiðnum og ég hef ekkert á móti því að veita viðtöl. En til að spara ykkur tíma, þá eru þetta svörin við spurningunum þremur sem þið eruð með,“ skrifaði Kavanagh á Facebook-síðu sína.

Spurningarnar virðast vera:

1. „Er þetta uppgerð hjá McGregor eða er hann svona?“

2. „Eru Gunnar og McGregor góðir vinir?“

3. „Sýnir Gunnar einhverntíma tilfinningar sínar?“

Svörin eru:

1. „Nei, þetta er ekki uppgerð. Hann hefur alltaf verið svona.“

2. „Þeir virðast vera mjög ólíkir en eru í raun og veru mjög góðir vinir.“

3. „Já, hann sýnir stundum tilfinningar.“

Þá er það klárt og vonandi hefur Írinn sparað blaðamönnum mikinn tíma með þessu fína framtaki.

Eins og sjá má er Conor McGregor ólíkur Gunnari Nelson:
MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Suma þarf að brjóta niður rólega

Það var frekar fyndið að sitja blaðamannafund UFC í kvöld. Níu bardagamenn mættu á fundinn. Þeir voru margir illa farnir. Með glóðaraugu, mar og skurði. Gunnar Nelson var aftur á móti rétt sveittur. Líkt og hann hefði skotist út að skokka.

Gunnar segir aldrei rassgat en samt elska hann allir

Æðsti prestur UFC-safnaðarins, Dana White, er mættur til Dublin og var viðstaddur vigtunina í gær. Í kjölfarið hélt hann líklega lengsta blaðamannafund allra tíma. Þrátt fyrir það var fundurinn þrælskemmtilegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×