FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 16:16

Krispy Kreme á leiđ til landsins

VIĐSKIPTI

Ţjálfari Gunnars Nelson gefur út ćvisögu sína í sumar

 
Sport
12:30 07. JANÚAR 2016
John Kavanagh hefur náđ langt í MMA.
John Kavanagh hefur náđ langt í MMA. VÍSIR/GETTY

MMA-þjálfarinn John Kavanagh, sem er bæði þjálfari Gunnars Nelson og Conors McGregors, mun í sumar gefa út ævisögu sína.

Írinn gerði samning við Penguin-bókahúsið sem er stærsti bókaútgefandinn á ensku, en skrifað var undir samninginn í gær.

„Virkilega spenntur fyrir því að hafa skrifað undir samning þess efnis að gefa út ævisögu mína í sumar. Það er hálf óraunverulegt fyrir mig að Penguin hafi komið að máli við mig,“ segir Kavanah á Facebok-síðu sinni.

„Bókin mun fjalla um líf mitt, augljóslega. Sagan verður sögð allt frá barnæsku minni, hvernig ég komst inn í MMA, stofnaði bardagaklúbbinn SB og endaði á því að vinna titla. Á endanum vil ég að fólk þekki mína sögu,“ segir John Kavanagh.

John Kavanagh uppgvötaði Gunnar Nelson á Íslandi fyrir sjö árum og hefur þjálfað hann meira og minna síðan. Hann er, sem fyrr segir, einnig þjálfari írska vélbyssukjaftsins sem er heimsmeistari í fjaðurvigt UFC.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Ţjálfari Gunnars Nelson gefur út ćvisögu sína í sumar
Fara efst