Ţjálfari Gunnars Nelson gefur út ćvisögu sína í sumar

 
Sport
12:30 07. JANÚAR 2016
John Kavanagh hefur náđ langt í MMA.
John Kavanagh hefur náđ langt í MMA. VÍSIR/GETTY

MMA-þjálfarinn John Kavanagh, sem er bæði þjálfari Gunnars Nelson og Conors McGregors, mun í sumar gefa út ævisögu sína.

Írinn gerði samning við Penguin-bókahúsið sem er stærsti bókaútgefandinn á ensku, en skrifað var undir samninginn í gær.

„Virkilega spenntur fyrir því að hafa skrifað undir samning þess efnis að gefa út ævisögu mína í sumar. Það er hálf óraunverulegt fyrir mig að Penguin hafi komið að máli við mig,“ segir Kavanah á Facebok-síðu sinni.

„Bókin mun fjalla um líf mitt, augljóslega. Sagan verður sögð allt frá barnæsku minni, hvernig ég komst inn í MMA, stofnaði bardagaklúbbinn SB og endaði á því að vinna titla. Á endanum vil ég að fólk þekki mína sögu,“ segir John Kavanagh.

John Kavanagh uppgvötaði Gunnar Nelson á Íslandi fyrir sjö árum og hefur þjálfað hann meira og minna síðan. Hann er, sem fyrr segir, einnig þjálfari írska vélbyssukjaftsins sem er heimsmeistari í fjaðurvigt UFC.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Ţjálfari Gunnars Nelson gefur út ćvisögu sína í sumar
Fara efst