Fótbolti

Þjálfari Augsburg: Treysti Alfreð í byrjunarliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason fékk lof frá þjálfara sínum hjá Augsburg á blaðamannafundi félagsins í dag.

Alfreð gekk í raðir Augsburg í upphafi vikunnar eftir erfiða mánuði hjá Olympiakos í Grikklandi. Hann vonast til að fá tækifæri til að komast almennilega á skrið í Þýskalandi.

Sjá einnig: Alfreð lánaður til Augsburg

„Hann kemur vel fyrir og er vinalegur náungi. Við þurfum á honum að halda,“ sagði þjálfarinn MArkus Weinzierl á blaðamannafundi í dag.

„Það þurfa allir leikmenn mínútur á vellinum og við munum gefa honum þær,“ sagði hann enn fremur. „Ég treysti Alfreð til að vera bæði í byrjunarliðinu eða koma inn á sem varamaður. Við munum sjá hvað gerist.“

Alfreð: Fékk aldrei skýr um hvers vegna ég var ekki að spila

Augsburg er í tólfta sæti þýsku deildarinnar með 21 stig. Liðið mætir Ingolstad á morgun og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 14.30.


Tengdar fréttir

Alfreð að semja við lið í þýsku deildinni?

Alfreð Finnbogason mun samkvæmt heimildum 433.is skrifa undir samning hjá þýska liðinu Augsburg á morgun en hann er á förum frá Real Sociedad eftir misheppnaða dvöl á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×