Sport

Þjálfari Alvarez skýtur fast á þjálfara Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor og Kavanagh.
Conor og Kavanagh. vísir/getty
Teymið í kringum léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez vill mikið sjá bardaga hjá þeirra manni gegn Conor McGregor og beitir öllum aðferðum til að ná athygli Írans og þjálfara hans, John Kavanagh.

Bæði Kavanagh og Conor hafa lýst yfir áhuga á að mæta Alvarez næst í bardaga um beltið í léttvigtinni. Ef Conor hefði betur í þeim bardaga yrði hann sá fyrsti til að vera með belti í tveim þyngdarflokkum.

Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt og Dana White, forseti UFC, vill sjá Conor verja beltið sitt þar áður en hann fer í léttvigtina sem er næsti þyngdarflokkur fyrir ofan fjaðurvigtina.

„John Kavanagh. Þú átt að heita jiu-jitsu þjálfari en getur ekki kennt lærlingi þínum, Conor McGregor, að binda hnút á beltið sitt. Conor var pakkað saman í gólfinu og samt ert þú að rífa kjaft. Ps. Gefðu ágóðann af bókinni þinni til hnefaleikaþjálfara Conors. Hann á það skilið,“ skrifaði Mark Henry, hnefaleikaþjálfari Alvarez á Instagram.

Kavanagh lét ekki draga sig út í neitt drullumall og svaraði af yfirvegun.

„Ég mun einbeita mér að mínum bardagamanni. Ég er ekki bardagamaður og hef ekki áhuga á neinum fyrirsögnum. Ég er bara þjálfari að gera mitt besta,“ skrifaði Kavanagh.

Menn bíða nú spenntir eftir því hvað Conor gerir næst en hann lagði Nate Diaz í mögnuðum bardaga á dögunum.

MMA

Tengdar fréttir

Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga

UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×