Erlent

Þingmenn vilja forseta Suður-Kóreu úr embætti

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsetinn, Park Geun-hye er fyrsti kvenkyns forseti Suður-Kóreu.
Forsetinn, Park Geun-hye er fyrsti kvenkyns forseti Suður-Kóreu. Vísir/EPA
Þingmenn á Suður Kóreska þinginu ákváðu í morgun í atkvæðagreiðslu að sækja forseta landsins til saka fyrir spillingu. Forsetinn, Park Geun-hye er fyrsti kvenkyns forseti landsins og hún hefur staðið í mikilli orrahríð síðustu mánuði og hefur hvert hneykslismálið rekið annað.

Þúsundir Kóreumanna hafa mótmælt forsetanum og á endanum varð niðurstaða þingsins sú að 234 vildu lögsækja forsetann á meðan 56 voru á móti því.

Þetta þýðir að hluti flokksmanna hennar, sem ráða yfir meirihluta á þinginu hafa snúið við henni baki og kosið með andstæðingum hennar. Park Geun-hye er sökuð um að hafa leyft vinkonu sinni að ná óeðlilega miklum völdum í landinu í gegnum vinskapinn og koma sér upp miklu viðskiptaveldi sem að miklu leyti byggðist á téðum vinskap.

Forsætisráðherra Suður-Kóreu, Hwang Kyo-ahn, mun taka við embætti hennar þar til nýr forseti verði kosinn. Niðurstaðan er þó ekki endanleg þar sem Hæstiréttur Suður-Kóreu hefur sex mánuði til að staðfesta hana eða hafna henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×