Erlent

Þingmenn ósáttir við rándýran sjónvarpsþátt

Birta Björnsdóttir skrifar
Úr þáttunum.
Úr þáttunum. MisoFilm/Per Arnesen
Nokkrir þingmenn Danska þjóðarflokksins gera alvarlegar athugasemdir við þáttaröðina 1864, sem nú er sýnd í danska ríkissjónvarpinu. Þingmaðurinn Ales Ahrendstsen er einn þeirra en hann segir ótækt að ekki gæti sögulegrar nákvæmni í söguþræði þáttanna þegar svona miklu er til kostað. BT greinir frá.

Þáttaröðin er ein sú allra dýrasta í sögu Danmerkur og byggir söguþráðurinn á sannsögulegum atburðum ársins 1864 þegar kom til stríðsátaka milli Dana og Prússa, í einu blóðugasta stríði sem Danir hafa tekið þátt í.

Ahrendstsen segir að listrænt frelsi leikstjóra og handsritshöfunda megi ekki vega þyngra en söguleg nákvæmni en eitthvað hafi verið um að lauslega hafi verið ferið með staðreyndir í fyrstu tveimur þáttum 1864, auk þess sem persónueinkenni þekktra einstaklinga sem við sögu koma hafi verið færð í stílinn.

Hann leggur til að stofnaður verði sérstakur sjóður sem handritshöfundar geta leitað í þegar umfjöllunarefnið byggir á staðreyndum, þá verði sagnfræðingar fengnir til ráðgjafar við handritaskrifin.

Þessi tilllaga danska þjóðarflokksins á sér ekki stuðningsmenn innan annarra flokka á danska þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×