Erlent

Þingmenn greiða atkvæði um Brexit-tímaáætlun May

Atli ísleifsson skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP
Breskir þingmenn munu á næstunni greiða atkvæði um áætlun ríkisstjórnar Theresu May að virkja 50. grein Lissabon-sáttmála ESB sem myndi formlega hrinda af stað útgönguferli Bretlands úr ESB. BBC greinir frá þessu.

May samþykkti í gær að birta tímaáætlun ríkisstjórnar sinnar í tilraun til að koma í veg fyrir klofning meðal þingmanna Íhaldsflokksins. Vonast hún til að með þessu verði hægt að sannfæra þingmenn að styðja við bakið á þeirri tímaáætlun sem hafi verið smíðuð.

Áður hafði verið greint frá því að May hefði ekki mikinn áhuga á að blanda þingheimi í ferlið.

Þingmenn Verkamannaflokksins hafa sagst munu styðja áætlunina en krefjast þess að farið sé nákvæmlega í saumana á Brexit-áætlanir stjórnarinnar. Flokkurinn krafðist þess að tímaáætlunin yrði kynnt áður en formlegar viðræður hæfust milli breskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB um útgönguna.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær atkvæðagreiðslan mun eiga sér stað í þinginu.


Tengdar fréttir

Stjórnin segist hafa heimild

Breska stjórnin segir að þegar tillaga um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu var borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu hafi þjóðin reiknað með því að ríkisstjórnin myndi hrinda niðurstöðunni í framkvæmd.

Brexit-dómur til kasta Hæstaréttar Bretlands

Dómstóll í Bretlandi dæmdi í haust að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort ríkisstjórnin virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB um útgöngu Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×