Innlent

Þingmenn gerast talsmenn barna á afmælishátíð Barnasáttmála

Hrund Þórsdóttir skrifar
Lesinn var upp sérstakur sáttmáli sem viðstaddir þingmenn undirrituðu, um að gerast talsmenn barna á Alþingi.
Lesinn var upp sérstakur sáttmáli sem viðstaddir þingmenn undirrituðu, um að gerast talsmenn barna á Alþingi.
Í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í dag var haldin afmælishátíð í Laugalækjarskóla. Þingmenn úr öllum flokkum gerðust "Talsmenn barna á Alþingi" og varð Elínu Hirst á orði að héðan í frá myndi hún setja upp sérstök gleraugu þegar hún myndi fjalla um réttindi barna á þingi.

Athöfnin markar upphaf afmælisárs Barnasáttmálans þar sem ýmissa viðburða er að vænta.

„Þessi sáttmáli skiptir máli fyrir börn á Íslandi og börn um allan heim,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. „Það var sérstaklega vel til fundið að fá hóp þingmanna til að skrifa undir yfirlýsingu um að þeir myndu sérstaklega beita sér fyrir þessum málum á þingi.“

Ráðherrann settist svo við píanóið og viðstaddir tóku vel undir afmælissönginn, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×