Erlent

Þingmenn Demókrata biðla til Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Kaupsýslumaðurinn Steve Bannon.
Kaupsýslumaðurinn Steve Bannon. Vísir/AFP
Þingmenn Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa biðlað til Donald Trump að draga ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa hans og yfirmann stefnumótunar ríkisstjórnar Trump, til baka.

Í bréfi sem 169 af 188 þingmönnum Demókrata undirrita segja þeir ráðningu hægrimannsins Bannon draga mjög úr möguleikum Trump að sameina bandarísku þjóðina eftir kosningarnar.

Þingmennirnir benda þar á röð greina sem birtust á frétta- og skoðanasíðunni Breitbart News sem kaupsýslumaðurinn Bannon stýrði, þar sem notuð voru niðrandi hugtök um gyðinga, múslima og röð annarra þjóðfélagshópa.

Frétt­asíðan Breitbart hefur verið vin­sæl meðal íhaldssamra og verið gagn­rýnd fyr­ir að ala á kynþátta­for­dóm­um, gyðingahatri og kven­fyr­ir­litn­ingu.

Í bréfinu segir að milljónir Bandaríkjamanna hafi lýst yfir áhyggjum og hræðslu af því hvernig komið verði fram við þá eftir að Trump tekur við völdum í Hvíta húsinu. Ráðning Bannon staðfesti einungis þær áhyggjur.


Tengdar fréttir

Línur Trumps farnar að skýrast

Donald Trump hefur skipað í tvö mikilvæg embætti innan Hvíta hússins og hlotið gagnrýni fyrir val sitt. Utanríkisráðherrar Evrópu segjast eiga von á sterkri samvinnu. Nigel Farage og Trump hafa nú þegar hist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×