Erlent

Þingmaðurinn segir ungar konur sinn Akkilesarhæl

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þingmaðurinn segist alla tíð hafa sóst í yngri konur.
Þingmaðurinn segist alla tíð hafa sóst í yngri konur. vísir/afp
Simon Danczuk, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sem á dögunum var rekinn úr flokknum fyrir samskipti sín við unglingsstúlku, segist eiga við áfengisvanda að stríða. Það sé ástæða skilaboðanna og að ungar konur séu sinn „Akkilesarhæll“.

The Sun birti myndir af smáskilaboðunum sem fóru á milli þingmannsins og stúlkunnar, sem er sautján ára gömul. Þar má sjá skilaboð á borð við „Ég er graður“ og fleira í þeim dúr. Ekki leið á löngu þar til Verkamannaflokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að Dancuzk væri ekki lengur við störf og hafi farið þess á leit að málið yrði rannsakað.

Danczuck sagðist iðrast gjörða sinna, í samtali við breska blaðið Guardian í dag. Hann hafi þegar leitað sér aðstoðar. „Ég á við áfengisvandamál að stríða og það er stór ástæða þess að ég sendi þessi skilaboð. Ég hef farið til geðlæknis vegna málsins og hann segir mér að hætta að að drekka í sex mánuði. Mér líður hræðilega yfir því sem gerðist. Ég veit ekki hvað kom yfir mig,“ sagði hann. Þá sagðist hann alla tíð hafa sóst í yngri konur.

„Fyrri eiginkona mín er tíu árum yngri en ég og sú seinni sautján árum yngri, líkt og síðasta kærasta mín. Sumir karlmenn vilja eldri konur, sumir yngri, sumir vilja þær dökkhærðar og sumar ljóshærðar.“

Rannsókn málsins er hafin og verður Danczuck eflaust ákærður að henni lokinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×