Innlent

Þingmaður Pírata segir ummæli forsvarsmanna LÍN sérstök

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ásta Guðrún Helgadóttir gagnrýnir orð fosvarsmanna LÍN í Fréttablaðinu í dag.
Ásta Guðrún Helgadóttir gagnrýnir orð fosvarsmanna LÍN í Fréttablaðinu í dag.
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir ummæli forsvarsmanna Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um þá sem skulda mest eilítið sérstök. Í Fréttablaðinu í dag var greint því að átta manns hafi ekki borgað krónu til baka af námslánum sínum á síðastliðnum níu árum. Þá gerir sjóðurinn ráð fyrir að fá 13,3 prósent af heildarskuldum þessa hóps greidd til baka.

Í greininni kemur fram að sá sem er í þriðja sæti á listanum yfir hæstu skuldarana lauk meistaranámi árið 2003. Viðkomandi skuldar LÍN 40 milljón krónur en hefur ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum 9 árum. LÍN býst við því að alls fáist 1,9 milljón krónur upp í skuldina.

„Þarna eru mjög persónugreinanlegar upplýsingar á ferð: Hverja þekkjum við sem lauk doktorsprófi árið 2002 og er með 48 milljónir í námslán? En hvað með þann sem lauk meistaranámi með 40 milljóna króna skuld en hefur ekkert greitt til baka?“ segir Ásta Guðrún á Facebook síðu sinni.

Aðrar ástæður en vanskil liggi að baki

Ásta Guðrún bendir á að fyrst að viðkomandi sé ekki í vanskilum liggi aðrar ástæður að baki skuldinni, til dæmis veikindi, atvinnuleysi, áframhaldandi nám eða blanda af öllu þrennu.

„En lánasjóðurinn hefur ekki kannað það. Nýtt frumvarp leggur til að einungis mega fresta endurgreiðslum í þrjú ár vegna lögmætra ástæðna. Þrjú ár er ekki langur tími fyrir þá sem þurfa að berjast við krabbamein eða lenda í einhverjum erfiðum félagslegum aðstæðum, t.d. að vera frá vegna þunglyndis. Þrjú ár er einfaldlega ekki langur tími í lífinu. Þarna á félagslegt jöfnunarhlutverk sjóðsins að sýna sig í verki.“

Færslu Ástu Guðrúnar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Mér þykja þessi ummæli forsvarsmanna Lánasjóðs íslenskra námsmanna um þá sem skulda mest eru eilítið sérstakar. Þarna eru mjög persónugreinanlegar upplýsingar á ferð: Hverja þekkjum við sem lauk doktorsprófi árið 2002 og er með 48 milljónir í námslán? En hvað með þann sem lauk meistaranámi með 40 milljóna króna skuld en hefur ekkert greitt til baka? Að vísu þá er viðkomandi ekki í vanskilum, svo aðrar ástæður liggja að baki, svo sem veikindi eða atvinnuleysi, eða áframhaldandi nám, eða einhver blanda af þessu.



En lánasjóðurinn hefur ekki kannað það. Nýtt frumvarp leggur til að einungis mega fresta endurgreiðslum í þrjú ár vegna lögmætra ástæðna. Þrjú ár er ekki langur tími fyrir þá sem þurfa að berjast við krabbamein eða lenda í einhverjum erfiðum félagslegum aðstæðum, t.d. að vera frá vegna þunglyndis. Þrjú ár er einfaldlega ekki langur tími í lífinu. Þarna á félagslegt jöfnunarhlutverk sjóðsins að sýna sig í verki.

Þessu til viðbótar má til gamans geta að samkvæmt ársskýrslu LÍN þá er innheimtuhlutfall ársins 2015 90,5%. Mér þykir það nú bara ágætis innheimtuhlutfall.


Tengdar fréttir

Skulda LÍN mest en hafa ekki borgað krónu til baka á 9 árum

Þeir tuttugu sem skulda LÍN mest skulda samtals 690 milljónir. LÍN býst við því að fá 92 milljónir til baka frá hópnum en restin verður í raun afskrifuð. Flestir í hónum luku námi fyrir meira en tíu árum og þar af tveir á síðustu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×