Innlent

Þingmaður leitar svara um sjúkraflug

vísir/vilhelm
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt sex spurningar fyrir heilbrigðisráðherra sem snúa að stöðu sjúkraflugs í landinu. Flestar spurninganna beinast að starfsemi og þátttöku flugfélagsins Mýflugs í sjúkraflutningum.

Vísir hefur fjallað ítarlega um starfsemi Mýflugs á undanförnum misserum og þá óvissu sem ríkir um framtíð sjúkraflugs hérlendis. Velferaðrráðuneytið hefur enga framtíðarstefnu í málaflokknum en eins og fram hefur komið er hún í vinnslu en hvílir einungis á eldri tillögum. 



Hávær umræða hefur myndast eftir að flugvél Mýflugs fórst með tveimur farþegum í Hlíðarfjalli í ágúst síðastliðnum og spurningar vaknað um rekstur félagsins eftir að upp komst að félagið lét sjúkling bíða í klukkustund meðan það sinnti ostaflutningum fyrir Bónus.



Spurningarnar sem Silja beinir til ráðherra eru eftirfarandi:

1. Hve oft á árunum 2008–2013 var sjúkraflugvél ekki tiltæk þegar eftir henni var kallað?

2. Hversu marga daga á árinu 2013 voru varavélar Mýflugs í útleigu erlendis eða bundnar í öðrum verkefnum?

3. Hversu oft á síðasta ári sinnti Landhelgisgæsla Íslands sjúkraflugi og hversu oft Mýflug?

4. Hversu mikið greiðir Isavia Mýflugi árlega fyrir rekstur flugvélar sinnar?

5. Hversu mikið greiðir ríkið Mýflugi árlega fyrir að halda úti sjúkraflugi?

6. Hvenær má vænta niðurstöðu athugunar á því hvort hagkvæmt sé fyrir ríkið að hafa sjúkraflugið allt á einni hendi, þ.e. hjá Landhelgisgæslu Íslands?


Tengdar fréttir

Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg

Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis.

Eins og kýrnar á vorin hjá Mýflugi

Menningin meðal starfsmanna Mýflugs virðist vera fremur frjálsleg varðandi flug sem ekki tengist hefðbundnum verkefnum. Framkvæmdastjórinn segir hins vegar starfsumhverfið í besta lagi.

Sparar skattfé og eykur öryggi almennings

Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á ókosti þess að hafa tvískipt sjúkraflug á Íslandi en Gæslan og Mýflug sinna sjúkraflugi. Heilbrigðisráðherra boðar skýrslu um framtíðarstefnu í sjúkrafluginu.

Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn

Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar, en þeir voru báðir reynslumiklir og virtir flugmenn.

Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg

Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu.

„Beygjan að brautinni var alltof skörp“

Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig.

Vilja áfram hagstætt samstarf við Mýflug

Sjúkrahúsið á Akureyri og Sjúkratryggingar Íslands vilja framlengja samning við Mýflug um sjúkraflug. Ekki eigi að raska farsælu og hagstæðu samstarfi. Flugsvið Samöngustofu sá ekki ástæðu til ráðstafana vegna Mýflugs eftir Akureyrarslysið.

Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu

Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt

Varasjúkraflugvélar oft ekki til reiðu

Ríkið lækkaði kröfu um ábyrgð fyrir sjúkraflug vegna tveggja varasjúkraflugvéla sem Mýflug á að hafa. Önnur flugvélin er í eigu Norlandair og í verkefnum þar. Ekki er formlegur samningur um afnot Mýflugs af vélinni.

Ostaflutningar töfðu sjúkraflug

Sjúklingur er sagður hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilsstöðum eftir sjúkraflugi á vegum Mýflugs en flugvélin tafðist þar sem verið var að flytja hálft tonn af osti fyrir Bónus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×