Innlent

Þingmaður: Var lagaumhverfið of götótt til að sakfella bankamenn?

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Karl segist fylgjandi embætti sérstaks saksóknara.
Karl segist fylgjandi embætti sérstaks saksóknara. Vísir / Vilhelm
Var stofnun embættis sérstaks saksóknara friðþæging vegna ástandsins í þjóðfélaginu í kjölfar hrunsins eða var regluverkið einfaldlega of götótt til að hægt sé að sakfella bankamenn? Að þessu spurði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á þingi í dag þar sem hann velti upp ýmsum spurningum um embættið og lágt sakfellingarhlutfall í málum sem það hefur rekið fyrir dómstólum.

Karl velti því einnig upp hvort sökin á því lægi hjá þinginu; hvort lögin væru svo sundurslitin að ekki væri „Var það regluverk og sú lagaumgjörð sem bankamenn unnu eftir svo götótt að sakfelling í þessum stóru málum var nánast ómöguleg? Erum við að setja sérstakan saksóknara og starfsmenn hans í nánast vonlausa stöðu þegar kemur að rannsókn mála?“ spurði hann.

„Núna fimm árum og tæpum sex milljörðum króna síðar, sem er kostnaðurinn við embætti, er árangurinn helst til rýr,“ sagði hann og hóf þá að velta upp ýmsum spurningum um embættið. Sjálfur sagðist hann styðja tilvist embættisins en áréttaði að í réttarríki væri fólk saklaust uns sekt þess væri sönnuð. „Ákvörðun um saksókn er alvarlegur hlutur og ákæru á ekki að gefa út nema að taldar séu yfirgnæfandi líkur á að sakfelling fáist.“

Tilefni ummæla Karls er sýknudómur héraðsdóms í máli embættisins gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×