Erlent

Þingkosningar í Úkraínu í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kosningarnar eru haldnar í skugga átaka í austurhluta landsins.
Kosningarnar eru haldnar í skugga átaka í austurhluta landsins. Vísir/Getty
Gengið er að kjörborðinu í þingkosningum í Úkraínu í dag.

Forseti landsins, Petro Porshenko, boðaði til kosninga vegna þeirrar ólgu og átaka sem verið hafa í landinu á árinu. Ekki sér fyrir endann á þeirri ólgu og eru kosningarnar haldnar í skugga átaka við uppreisnarmenn í austurhluta landsins.

Um 3 milljónir íbúa í Donetsk og Luhansk munu ekki kjósa í dag. Aðskilnaðarsinnar stefna á að halda sínar eigin kosningar í næsta mánuði.

Þá mun 1,8 milljón íbúa á Krímskaga, sem nú tilheyrir Rússlandi, ekki heldur taka þátt í kosningunum.

Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna eru báðir í Úkraínu en þeir munu sinna kosningaeftirliti í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×