Erlent

Þingið samþykkir skyndikosningar í Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP
Tyrkneska þingið hefur samþykkt að halda skyndikosningar þann 24. júní næstkomandi. Til stóð að halda kosningarnar í nóvember 2019 en Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, boðaði til kosninganna í vikunni og sagði hann þær nauðsynlegar til að flýta þeim til þess að greiða fyrir upptöku forsetaræðis í Tyrklandi.



Tyrkir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að færa forsetanum meiri völd.

Erdogan var áður forsætisráðherra á árunum 2003 til 2014 og mátti hann ekki gefa kost á sér aftur. Það ár gerði stjórnmálaflokkur Erdogan, AKP, stjórnarskrárbreytingar sem færðu völd til forsetaembættisins og varð Erdogan forseti.

Sjá einnig: Erdogan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks



Hluti hers Tyrklands reyndi að taka völdin í Tyrklandi sumarið 2016 en án árangurs. Síðan þá hefur Erdogan styrkt stöðu sína til muna með því að handataka tugi þúsunda manna í Tyrklandi og vísa fjölmörgum úr störfum innan hersins, dómskerfisins, menntunarkerfisins og víðar.

 


Tengdar fréttir

Kjósa aftur til að sýna óvinum í tvo heimana

Þing- og forsetakosningum í Tyrklandi verður flýtt um rúmlega ár. Forsetinn tók ákvörðunina eftir ákall formanns MHP-flokksins. Fastlega búist við því að Erdogan haldi forsetastólnum og flokkur hans meirihluta á þinginu.

Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks

Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×