Handbolti

Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nokkrir möguleikar í stöðunni.
Nokkrir möguleikar í stöðunni. vísir/epa
Ísland leikur í dag lokaleik sinn í riðlakeppni HM á móti Makedóníu. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn.

Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla klukkan 13.00 í dag. Leikur Íslands og Makedóníu hefst klukkan 16.45.:

Ísland vinnur Makedóníu

Ísland endar í þriðja sæti riðilsins með fimm stig og mætir Noregi í 16-liða úrslitum.

Ísland gerir jafntefli

Þar sem Ísland og Túnis gerðu jafntefli ræður heildarmarkatala hvort liðið endar ofar. Ef Ísland endar í 4. sæti þá mætir liðið Frakklandi í 16-liða úrslitum.

  • Túnis vinnur Angóla með 15 marka mun eða minna: Ísland endar í 4. sæti.

  • Túnis vinnur Angóla með 16 marka mun og skorar færri mörk en Ísland í dag: Ísland endar í 4. sæti.

  • Túnis vinnur Angóla með 16 marka mun og skorar fleiri mörk en Ísland í dag: Ísland endar í 5. sæti

  • Túnis vinnur Angóla með 16 marka mun og skorar jafn mörg mörk og Ísland í dag: Hlutkesti varpað um hvort Ísland eða Túnis endar í 4. sæti riðilsins.

  • Túnis vinnur Angóla með 17 marka mun eða meira: Ísland endar í 5. sæti
Ísland tapar fyrir Makedóníu

Ísland endar í fimmta sæti riðilsins með þrjú stig og leikur í Forsetabikarnum.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Frábært að þetta er í okkar höndum

Það er allt undir hjá strákunum okkar í dag þegar þeir spila lokaleik sinn í riðlakeppni heimsmeistaramótsins gegn Make­dóníu­mönnum.

Verðum fljótt komnir með hörkulandslið aftur

Rúnar Kárason er í stóru ábyrgðarhlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM. Þetta er hans fyrsta stóra tækifæri með landsliðinu og hann hefur nýtt það vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×