Íslenski boltinn

Þetta gerðist þegar Stjarnan og FH mættust á Samsung-vellinum í fyrra | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjarnan og FH mætast í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Þessi lið börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og mættust sem kunnugt er í úrslitaleik í Kaplakrika þar sem Stjörnumenn höfðu betur eftir mikla dramatík.

Fyrri leikur liðanna í 11. umferð var einnig dramatískur í meira lagi en honum lyktaði með 2-2 jafntefli.

FH komst yfir með marki Atla Viðars Björnssonar á 23. mínútu en Arnar Már Björgvinsson jafnaði metin 11 mínútum síðar.

Staðan var 1-1 í hálfleik og fram á 67. mínútu þegar Martin Rauschenberg, miðvörður Stjörnunnar, setti boltann í eigið mark. Strax eftir markið fékk Pétur Viðarsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt hjá dómara leiksins, Garðari Erni Hinrikssyni, en hann dæmir einmitt leikinn í kvöld.

Veigar Páll Gunnarsson jafnaði svo metin í 2-2 á 82. mínútu með umdeildu marki en erfitt var að sjá hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna.

Allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Dagurinn hans Doumbia

Fréttablaðið fékk Hjörvar Hafliðason úr Pepsi-mörkunum til að velta fyrir sér stórleik kvöldsins þegar FH-ingar heimsækja Íslandsmeistara Stjörnunnar.

Taptilfinningin gleymd í Garðabæ

Karla- og kvennalið Stjörnunnar hafa ekki tapað leik í Pepsi-deildunum tveimur síðan 13. maí 2014. Liðin hafa þar með krækt í stig í 42 deildarleikjum í röð á Íslandsmótinu og að því best er vitað þá hefur engu félagi tekist slíkt með báða meistaraflokkan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×