Lífið

Þetta eru stúlkurnar sem taka þátt í Ungfrú Ísland í ár

Alls berjast 24 stúlkur um titilinn í ár, hér ber að líta 16 þeirra en það má kynna sér hinar 8 í myndasafninu hér að neðan.
Alls berjast 24 stúlkur um titilinn í ár, hér ber að líta 16 þeirra en það má kynna sér hinar 8 í myndasafninu hér að neðan. Ungfrú Ísland
Búið er að svipta hulunni af þeim 24 stúlkum sem taka þátt í Ungfrú Ísland í ár.

Keppnin fer fram í Hörpu laugardaginn 26. ágúst næstkomandi. Birgitta Líf Björnsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar, segir að keppendahópurinn sé mjög fjölbreyttur í ár. Hann samanstandi af stúlkum á aldrinum 18 til 24 ára og eru þær „allar fjölbreyttar á sinn hátt eins og við erum öll,“ eins og Birgitta komst að orði í samtali við Vísi á dögunum.

Sjá einnig: Birgitta Líf framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland: „Enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum“

Meðal titla sem stúlkurnar sækjast eftir í keppninni í ár er „Miss Peoples Choice Iceland 2017“ sem er vefkosning. Netverjar geta kosið þá stúlku sem þeim finnst eiga titilinn skilið með því að smella á læk við myndirnar í safninu hér að neðan.

Ljósmyndirnar tók Rafn Rafnsson og förðunarfræðingar úr Reykjavík Makeup School sáu um að farða stúlkur 24.

Kynninguna á keppendunum má einnig nálgast með því að smella hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×