Lífið

Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svona viljum við að aðrir sjái okkur.
Svona viljum við að aðrir sjái okkur. vísir
Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu. Vísindamenn merkja þetta meðal annars á öreindaflæðinu um geimfarið. Öreindirnar koma frá sólinni.

Voyager 1. var skotið á loft fimmta september árið 1977. Hlutverkið var að skoða ytri pláneturnar, Júpiter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Því verki lauk árið 1989 og þá var Voyager sendur út í djúpgeiminn, í áttina að miðju sólkerfis okkar. Voyager 1 hefur yfirgefið áhrifasvæði sólarinnar og siglir nú milli stjarnanna. Þar verður Voyager 1 á ferð næstu árþúsundin.

Og þrátt fyrir háan aldur og langt ferðalag halda öll mælitæki í Voyager áfram að virka fullkomlega.

Inni í geimfarinu er eitthvað sem nefnist gullna platan og má þar finna tónlist sem var sérstaklega valin til að spila fyrir lífverur á öðrum plánetum. Einnig má hlusta á kveðjur á fimmtíu mismunandi tungumálum og síðast en ekki síst má skoða 116 myndir sem eiga að fanga lífið á jörðinni og mannkynssöguna.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem sjá má ljósmyndirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×