Erlent

Þetta eru mennirnir sem myrtu 132 börn

Samúel Karl Ólason skrifar
Talsmaður Talíbana segja þessa menn hafa framið ódæðið í Peshawar.
Talsmaður Talíbana segja þessa menn hafa framið ódæðið í Peshawar. Vísir/AP
Talíbanar í Pakistan hafa birt myndir af mönnunum sem frömdu fjöldamorð í skóla í Pakistan í gær. Myndirnar fylgdu tilkynningu sem sagði ódæðið réttlætanlegt þar sem her Pakistan hafi drepið konur þeirra og börn um árabil.

Talsmaður Talíbana sagði einnig að von væri á frekari árásum. Myndirnar sem um ræðir eru sagðar hafa verið teknar í Pakistan á svæði sem Talíbanar stjórna.

Fjölda útfarir voru haldnar í Pakistan í dag og er búið að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg. Forsætisráðherra Pakistan felldi úr gildi í dag bann gegn dauðarefsingu í landinu.

Vígamennirnir sjö sem sjást á myndunum ruddust inn í skóla sem rekinn er af pakistanska hernum í gær og myrtu 148 einstaklinga í blóðugasta fjöldamorði Pakistan um árabil. 138 börn létu lífið og 121 særðust. Börnin voru öll átta til átján ára gömul.

Hér má sjá mennina með háttsettum Talíbana í Pakistan.Vísir/AP

Tengdar fréttir

Drápu hátt á annað hundrað skólabarna

Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim.

Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan

Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×