Enski boltinn

Þetta er tölfræðin sem gæti fellt Swansea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þrátt fyrir að Paul Clement hafi náð að snúa við gengi Swansea eftir að hann tók við liðinu í upphafi ársins er útlit fyrir að það verði barátta fram á vor að bjarga sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Swansea hefur náð að koma sér úr fallsæti deildarinnar í það sextánda eftir að Clement tók við en liðið varð af afar mikilvægum stigum þegar það tapaði fyrir Hull á laugardag, 2-1.



Í stað þess að Swansea næði að koma sér níu stigum frá Hull, sem er í átjánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar, munar nú aðeins þremur stigum á liðunum.

En tölfræðin sem ætti að valda stuðningsmönnum Swansea áhyggjum er að engu liði í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur tekist að bjarga sæti sínu eftir að hafa fengið á sig 60 mörk í fyrstu 28 leikjum tímabilsins.

Sjá einnig: Gylfi orðinn stoð­sendinga­hæstur í Evrópu

Með mörkunum tveimur sem Oumar Niasse skoraði fyrir Hull um helgina hefur Swansea nú fengið á sig 61 mark eftir 28 umferðir, flest allra í deildinni. Næst á eftir koma Hull og Bournemouth með 54 mörk hvort.

Gylfi Þór Sigurðsson, sem lagði upp enn eina markið um helgina, og félagar hans í Swansea mæta einmitt Bournemouth í síðdegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag. Með sigri nær Swansea að jafna Bournemouth að stigum en með tapi verður bilið á milli liðanna sex stig og staða Swansea í fallbaráttunni þeim mun verri.


Tengdar fréttir

Gylfi og Wayne Rooney gætu orðið samherjar hjá Everton

Everton gæti styrkt liðið með tveimur athyglisverðum leikmönnum í sumar séu sögusagnirnar réttar um áhuga þeirra á enska landsliðsfyrirliðanum Wayne Rooney og íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×