Erlent

Þetta er nýja Air Force One

Atli Ísleifsson skrifar
Ný Boeing 747-8 kostar um 50 milljarðar króna.
Ný Boeing 747-8 kostar um 50 milljarðar króna. Vísir/Boeing
Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að skipta forsetaþotunni Air Force One út fyrir nýja. Ný Boeing 747-8 hefur orðið fyrir valinu.

Að sögn Reuters voru í raun einungis tvær gerðir af þotum sem komu til greina – Boeing 747-8 og Airbus A380 – þar sem þær eru þær einu sem standast þær kröfur sem gerðar eru til forsetaþotunnar.

Boeing 747-8 er lengsta farþegaþota sem til er á markaði. Þotan er 76,3 metrar á lengd og með 68,5 metra vænghaf. Þotan er sex metrum lengri en núverandi forsetaþota sem er breytt útgáfa af Boeing 747-200B og gengur undir nafninu Boeing VC-25A.

Núverandi forsetaþota er með 370 fermetra gólfflöt þar sem er meðal annars að finna sjúkrastofa (það er ávallt læknir um borð) og tvö eldhús svo mögulegt er að matreiða fyrir hundrað manns í einu. Í geymslum vélarinnar er pláss fyrir tvö þúsund máltíðir.

Um borð er einnig fundarsalur, skrifstofa, gestarými, svæði fyrir öryggissveitir, rými fyrir fjölmiðlamenn og sérstök svíta forsetans þar sem forsetinn getur meðal annars stundað líkamsrækt.

Ný Boeing 747-8 kostar um 50 milljarðar króna.


Tengdar fréttir

Forsetahjónin snúa aftur heim

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Michelle, eiginkona hans, veifuðu til stuðningsmanna sinna þegar þau gengu um borð í forsetaflugvélina, Air Force One, áður en þau flugu til Washington á laugardaginn. Hjónin voru í þriggja vikna leyfi á Havaí, en Obama er fæddur þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×