Enski boltinn

Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp er litríkur og skemmtilegur þjálfari.
Jürgen Klopp er litríkur og skemmtilegur þjálfari. vísir/getty
Þjóðverjinn Jürgen Klopp er maðurinn sem á að koma Liverpool aftur á toppinn, en þessi 48 ára gamli fyrrverandi þjálfari Mainz og Dortmund var kynntur til sögunnar sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun.

Klopp hefur þjálfað síðan 2001 þegar hann tók við Mainz, eina félaginu sem hann spilaði fyrir á ferlinum. Hann stýrði Mainz upp í þýsku 1. deildina í fyrsta sinn í sögu félagsins og kom því í Evrópu.

Sjá einnig:Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi

Hann skaust svo upp á stjörnuhimininn sem þjálfari Dortmund, en hann vann þýsku 1. deildina tvö ár í röð 2011 og 2012 og tvennuna seinna árið. Þá kom hann liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 eftir að rassskella Real Madrid í undanúrslitum.

Klopp, sem lýsti sjálfum sér sem „þeim venjulega“, á blaðamannafundi í morgun er einhver litríkasti þjálfari heims á hliðarlínunni. Hann er stútfullur af ástríðu sem brýst út þegar hans menn skora eða vinna leiki.

Hér að neðan má sjá tíu bestu fögnin hjá Klopp í Þýskalandi frá tíma hans með Mainz og Dortmund. Svona ástríðu og látum mega stuðningsmenn Liverpool vænta á Anfield.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×