Lífið

Þetta er ástæðan fyrir því að Joe Pesci sést ekki lengur á hvíta tjaldinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pesci vann Óskarinn árið 1990.
Pesci vann Óskarinn árið 1990.
Leikarinn Joe Pesci var fyrirferðamikill á hvíta tjaldinu á sínum tíma en það hefur ekkert sést til hans í mörg ár. Pesci lék eftirminnileg hlutverk í kvikmyndum á borð við Goodfellas, Home Alone, My Cousin Vinny, og Lethal Weapon-myndunum.

Síðasta alvöru hlutverk hans var árið 1998 í Lethal Weapon 4. Hann vann til Óskarsverðlauna árið 1990 fyrir leik sinn í myndinni Goodfellas.

Árið 1999 tilkynnti Pesci í raun og veru að myndi draga sig í hlé frá leiklistinni og byrja sinna tónlistinni, en Pesci hefur ávallt haft mikinn áhuga á tónlist.

Það vita það reyndar ekki allir að á sjötta áratuginum var Pesci töluvert vinsælt tónlistarmaður og var meðal annars gítarleikari í hljómsveitinni Joey Dee and the Starlighters en nokkuð efnilegur gítarleikari tók við hans stöðu og hét sá Jimi Hendrix, einn besti gítarleikari sögunnar.

Leiklistaferill hann fór allt í einu að rúlla og hætti Pesci í tónlistinni. Hann hefur aftur á móti verið að einbeita sér að því undanfarin ár eins og YouTube síðan Looper greinir svo vel frá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×