Íslenski boltinn

Þetta er algjört ævintýri

Vísir/Arnþór
Árangur Stjörnunnar er einstakur segir Víðir Sigurðsson, einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og höfundur bókanna Íslensk knattspyrna.

Stjarnan leikur í fyrsta sinn í Evrópukeppni í ár og hefur liðið ekki enn tapað eftir fimm leiki. Eftir að hafa sigrað Bangor City og Motherwell kom naumur 1-0 sigur á Lech Poznan í gær.

„Það eru þrenn úrslit stærri í íslenskri knattspyrnusögu að mínu mati. Sigur Valsmanna á frönsku liðunum Nantes og Monaco á síðustu öld og sigur Skagamanna á Feyenoord en þessi leikur næstur ásamt nokkrum öðrum glæsilegum úrslitum,“ sagði Víðir en ekkert lið hefur byrjað jafn vel.

„Grindavík og Fylkir léku bæði tvo leiki án taps en Stjarnan hefur toppað þann árangur,“ sagði Víðir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá hér fyrir ofan.




Tengdar fréttir

Ruddist yfir boltastrákinn

Stjörnumenn vonast eftir minniháttar viðurlögum vegna stuðningsmanns Poznan sem hljóp inn á völlinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×