FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER NÝJAST 23:48

Hlynur: Vó ţungt ađ spila međ Shouse

SPORT

Ţetta áttu ađ gera í ţrumuveđri samkvćmt almannavörnum

 
Innlent
12:12 25. JANÚAR 2016
Í ţrumuveđri er ađ ýmsu ađ huga og er rifjuđ upp viđbragđsáćtlun almannavarna í ţessari grein.
Í ţrumuveđri er ađ ýmsu ađ huga og er rifjuđ upp viđbragđsáćtlun almannavarna í ţessari grein. VÍSIR/GETTY

Í gær voru þó nokkrar eldingar á Suðvesturlandi og er loftið áfram nógu óstöðugt til að bjóða jafnvel upp á fleiri eldingar í dag og næstu daga, að því er fram kemur í textaspá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag og næstu daga.

Inni á vef almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra er að finna viðbragðsáætlun vegna þrumuveðurs sem og því ekki úr vegi miðað við spána að rifja hana upp.

Ef þrumuveður með eldingum gengur yfir skal gera eftirfarandi:

Utanhúss

Reynið að koma ykkur í skjól
Forðist vatn, hæðir í landslagi og berangur. 
Forðist alla málmhluti svo sem raflínur, girðingar, vélar, tæki og svo framvegis. Er fólki ráðlagt að halda sig fjarri stórum trjám. 
Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri byggingum eða yfirbyggðu ökutæki úr málmi. Hafið glugga lokaða. 
Ef grunur leikur á að eldingu slái niður nærri ykkur og þið náið ekki að komast í skjól, ættuð þið að: 
Krjúpa niður á kné, beygja ykkur fram og styðja höndum á hnén. Leggist ekki flöt.

Innanhúss


Þar sem eldingu getur slegið niður í rafleiðandi lagni utanhúss og leitt þær inn í hús þá skal:
Forðast að nota vatn úr vatnsleiðslum (hvor sem er við uppvask, handþvott, klósett, sturtu eða bað)
Haldið ykkur fjarri útidyrum, gluggum og lagnakerfum. 
Forðast skal að nota tæki sem eru í sambandi við rafmagn. Ef farsími er notaður þá varist að hafa hann í sambandi við hleðslu hvort sem er í bifreið eða innan húss. Takið öll rafmagnstæki, svo sem tölvur, rafmagnsverkfæri, ísskáp, sjónvarpstæki úr samband frá straumgjafa og loftneti. Notið inniloftnet sé þess kostur. Munið einnig að aftengja brynningartæki, mjaltakerfi, rafmagnsgirðingar þar sem það á við. 

Þá minna almannavarnir á að rafspenna situr ekki í þeim sem hefur orðið fyrir eldingu og því má veita nauðsynlega aðstoð strax. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ţetta áttu ađ gera í ţrumuveđri samkvćmt almannavörnum
Fara efst