Fótbolti

Þessum liðum geta ensku liðin mætt í 16 liða úrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Það verða fjögur lið í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta á mánudaginn. Arsenal fór áfram upp úr sínum riðli í kvöld en áður höfðu Chelsea, Manchester United og Manchester City tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni.

BBC tók það saman í kvöld hvaða liðum ensku liðin fjögur geta mætt þegar dregið verður í hádeginu á mánudaginn.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið bíða ensku liðanna Arsenal, Chelsea, Manchester United og Manchester City.



Manchester United mætir einu af þessum liðum:

Galatasaray, Olympiakos, Schalke, Zenit St Petersborg eða AC Milan



Chelsea mætir einu af þessum liðum:

Bayer Leverkusen, Galatsaray, Olympiakos, Zenit St Petersborg eða AC Milan



Manchester City mætir einu af þessum liðum:

Real Madrid, PSG, Dortmund, Atletico Madrid eða Barcelona



Arsenal mætir einu af þessum liðum:

Real Madrid, PSG, Bayern München, Atletico Madrid eða Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×