Enski boltinn

Þessir eru bestir í B-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wood, Gayle og Knockaert.
Wood, Gayle og Knockaert. vísir/getty
Chris Wood, Dwight Gayle og Anthony Knockaert koma til greina sem leikmaður ársins í ensku B-deildinni.

Wood, sem er 25 ára Nýsjálendingur, er markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 24 mörk í 36 leikjum fyrir Leeds United.

Gayle, sem er 26 ára Englendingur, hefur skorað 21 mark í 28 leikjum fyrir Newcastle United. Gayle kom til Newcastle frá Crystal Palace í sumar og hefur blómstrað undir stjórn Rafa Benítez.

Kockaert, sem er 25 ára Frakki, hefur skorað 13 mörk og gefið sjö stoðsendingar í 37 leikjum fyrir Brighton.

Newcastle er á toppnum í B-deildinni með 78 stig, einu stigi á eftir Brighton. Leeds er svo í 4. sætinu með 69 stig. Sex umferðir eru eftir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×