Lífið

Þessi taka þátt í Hamingjan sanna

Þættirnir Hamingjan sanna hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þar verður fylgst með átta Íslendingum vinna markvisst að því að auka hamingju sína. Þeir fá ný og ögrandi verkefni í hverri viku og fara reglulega í hamingjumælingu í Háskólanum í Reykjavík.

Þættirnir eru byggðir á metsölubókinni „Meiri hamingja" sem hefur slegið í gegn um víða veröld. Þar er fjallað um leiðir fyrir venjulegt fólk til að bæta líf sitt og líðan. Höfundurinn, Tal Ben-Shahar, er vinsælasti fyrirlesarinn við Harvard-háskólann en hann hefur vakið mikla athygli með kenningum sínum og kennslu í jákvæðri sálfræði.

Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem taka þátt í Hamingjan sanna.

Arnaldur Máni Finnsson og Sigurður Hólmar.

Steinunn Gríma og Dagný Baldvinsdóttir.

Jóhann K. Jóhannsson og Heiðrún Baldursdóttir.

Kristín Erlendsdóttir og Valgeir Skagfjörð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×