Handbolti

Þessi skot Gensheimers eru engu lík | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Uwe Gensheimer, vinstri hornamaður Rhein-Neckar Löwen og þýska landsliðsins, er með eina mögnuðustu skottæknina í handboltanum í dag.

Reglulega birtast myndbönd frá æfingum Ljónanna þar sem Gensheimer gerir grín að markvörðum liðsins með hreint ótrúlegum skotum.

Gensheimer sýndi snúningsskotið, sem hann er búinn að gera frægt, á æfingu liðsins um helgina. Greyið Mikael Appelgren, sænski landsliðsmarkvörðurinn, þarf alltaf að reyna að verja þessi ótrúlegu skot með litlum árangri.

Nýjusta myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan, en hér að neðan má sjá tvö önnur myndbönd frá æfingum Löwen þar sem Gensheimer sýnir gullúlnliðinn í verki.

La muñeca de Uwe

¿Realidad o ficción? El truco de mágia de Uwe Gensheimer....

Posted by Handbol 100 x 100 on Friday, February 12, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×