Körfubolti

Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM

Vísir/Anton
Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn.

Þetta varð ljóst eftir naumt 70-78 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Þrátt fyrir tapið náðu Strákarnir okkar sæti á Evrópumótinu eftir sigurinn á Bretum á dögunum.

Liðin sem verða á EM: Spánn, Úkraína, Eistland, Frakkland, Slóvenía, Króatía, Litháen, Serbía, Finnland, Grikkland, Tyrkland, Lettland, Ísrael, Bosnía Herzegóvína, Belgía, Georgía, Tékkland, Þýskaland, Holland, Pólland, Makedónía, Ítalía, Rússland og Ísland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×