Fótbolti

Theódór Elmar: Verð að vera raunsær

Theódór Elmar í leiknum gegn Hollandi.
Theódór Elmar í leiknum gegn Hollandi. Vísir/Getty
Theódór Elmar Bjarnason, miðjumaður AGF, var spurður út í tækifæri sín hjá íslenska landsliðinu í dönskum fjölmiðlum um helgina en hann sagðist vera tilbúinn að spila hvar sem er á vellinum fyrir íslenska liðið.

Það kom töluvert á óvart þegar Theódór Elmar byrjaði í hægri bakverði í fyrsta leik liðsins gegn Tyrklandi fyrir ári síðan en hann stóð sig með prýði í fyrstu leikjum liðsins þrátt fyrir að vera miðjumaður að upplagi.

Missti hann sæti sitt í byrjunarliðinu til Birkis Más Sævarssonar í vor en hann segist vera tilbúinn að spila hvar sem er á vellinum fyrir landsliðið.

„Við erum með marga frábæra miðjumenn sem eru í stórum félögum félögum í Evrópu þannig ég verð að vera raunsær. Það vantaði bakverði og ég endaði þar og hef spilað nokkra leiki núna. Ég er ánægður að vera hluti af hópnum og vonast til þess að geta farið á Evrópumótið á næsta ári. Ég mun spila þá stöðu sem ég verð settur í og gefa mitt besta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×