Sport

Thelma í nítjánda sæti í undanrásunum í Ríó | Erfitt verkefni framundan hjá Þorsteini

Thelma í lauginni í dag.
Thelma í lauginni í dag. Mynd/ÍFsport.is
Thelma Björg Björnsdóttir, sundkonan úr ÍFR, lenti í nítjánda sæti í undanrásunum er hún keppti í dag í fyrsta sinn í sundi á Paralympics. Thelma keppti í 50 metra skriðsundi í S6-flokknum og kom í mark á 42,14 sekúndu.

Leikarnir fara fram í Ríó en þetta er í fyrsta sinn sem Thelma tekur þátt á Ólympíuleikum fatlaðra.

Thelma hafnaði í 19. sæti af 20. keppendum en hún verður aftur á ferðinni á morgun í undanrásunum í 100 metra bringusundi.

Þá keppti Þorsteinn Halldórsson úr Boganum sömuleiðis í fyrsta skipti á Paralympics í dag en keppt var í undanrásum til þess að kljá út hvaða aðilar mætast í 32-liða úrslitunum á miðvikudaginn.

Þorsteinn hafnaði í 31. sæti með 599 stig og á erfitt verkefni fyrir höndum gegn Kj Polish sem hafnaði í öðru sæti með 685 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×