Lífið

Þekktir í dómnefnd í Götugrillmeistaranum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Ingi og Eyþór Arnalds að gæða sér á risastórri pylsu á Kótelettuhátíðinni í fyrra.
Sigurður Ingi og Eyþór Arnalds að gæða sér á risastórri pylsu á Kótelettuhátíðinni í fyrra.
Það verða þjóðþekktir Íslendingar í dómarahlutverkinu í keppninni Götugrillmeistari Íslands sem haldin verður á Kótelettunni BBQ Festival á Selfossi 13. júní. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og matreiðslumeistararnir Eva Laufey Hermannsdóttir og Jói Fel verða í dómnefndinni og munu krýna nýjan Götugrillmeistara 2015.

,,Annað árið í röð leggjum við af stað og leitum að Götugrillmeistara Íslands í samstarfi við Götugrill Securitas, Weber á Íslandi og Kjarnafæði.Þetta er einföld og skemmtileg keppni þar sem átta keppendur keppa sýn á milli í að grilla Íslenskan mat á sjóðheitum kolagrillum á 30 mínútum. Vegleg verðlaun eru í boði Weber grill, kjöt, öryggispakki frá Securitas ofl,“ segir Einar Björnsson, aðal skipuleggjandi keppninnar.

Sigurður gæðir sér á risaborgara frá Búllunni.
Einar segir að stefnan sé að reyna að fá enn fleiri skrautfjaðrir í dómnefndina á næsta ári.

,,Við erum að vinna í því að fá heimsfrægan stjörnukokk og erum helst með þá Jamie Oliver eða Gordon Ramsey í huga til að mæta og vera í dómnefnd hér á Selfossi. Það væri mjög gaman og myndi lífga enn meira upp á þessa skemmtilegu keppni og hátíðina alla. Annars er þetta mjög líflegt og það leggur mikinn grillilm yfir allan bæinn þegar keppnin er í gangi enda eru bæjarbúar duglegir við að kveikja upp í grillum sínum líka,“ segir Einar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×