Erlent

Þekkti dómarann og brast í grát

Samúel Karl Ólason skrifar
Mindy Glazer og Arthur Booth.
Mindy Glazer og Arthur Booth.
Arthur Booth brast í grá í dómsal í Flórída í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar. Hann var þar vegna fjölda ákæra meðal annars vegna innbrots og bílaþjófnaðar. Þegar dómarinn, Mindy Glazer, spurði hvort hann hafði verið í Nautilus Middle School, kannaðist Booth við hana og brast í grát. Þau höfðu verið saman í bekk þegar þau voru ung en líf þeirra höfðu tekið mismunandi stefnur.

Glazer sagði að Booth hefði verið „indælasti“ og „besti“ drengurinn í skólanum og að hún hefði margoft velt fyrir sér hvað hefði orðið um hann.

„Ég spilaði fótbolta með honum og hinum krökkunum. Að sjá hvað hefur gerst, mér þykir þetta leitt,“ sagði Glazer. „Gangi þér vel. Ég vona að þú komist heill í gegnum þetta og munur lifa löghlýðnu lífi.“

Frænka Booth sagði Local10 að Booth hefði verið mjög efnilegur ungur drengur. Hún taldi að hann hefði skammast sín og fundið fyrir mikill eftirsjá við að sjá Glazer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×