Lífið

Þekkir bæði Breiðholt og Akureyri eins og lófann á sér

Nilli heldur áfram að herja á framhaldsskóla landsins með spurningakeppnina sína.

Hann leggur nú land undir fót og etur saman framhaldsskólanemendum úr höfuðborginni Reykjavík og höfuðstað Norðurlands, Akureyri.

Báða staði segist hann þekkja eins og lófann á sér.

„Mér þykir afskaplega vænt um Akureyri. Afi minn og amma giftu sig þar. Ég hef einnig keyrt í gegnum Breiðholt og kíkt stöku sinnum í kvikmyndahúsið. Það er einmitt staðsett við hliðina á kirkjunni þar í bæ,“ segir Nilli.

Í liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti eru þau Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, Magnús Örn Gunnarsson og Hallfríður Elín Pétursdóttir.

Lið Menntaskólans á Akureyri skipa Marín Eiríksdóttir, Guðmundur Karl Guðmundsson og Ólafur Ingi Sigurðsson.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×