Lífið

Þeir sem þora frumsýnd í Bíó Paradís

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Plakat myndarinnar
Plakat myndarinnar
Íslenska heimildamyndin Þeir sem þora verður frumsýnd í Bíóparadís í dag, 1. apríl,  kl. 18. Myndin lýsir aðkomu Íslands að baráttu Eystrasaltsríkjanna - Eistlands, Lettlands og Litháen, í skjóli umbótastefnu Mikaels Gorbasjovs, fyrir endurreisn sjálfstæðis þeirra árin 1986 til 1991. Myndin var frumsýnd í Eistlandi og Litháen á dögunum og fékk góðar viðtökur.

„Myndin fangar hina örlagaríku atburðarás sem fór af stað í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna, Vilnius, Riga og Tallinn, í janúar 1991, þegar Sovétherinn reyndi á grimmúðlegan hátt að kæfa anda frelsis og ganga milli bols og höfuðs á hreyfingum sjálfstæðissinna,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, leikstjóri myndarinnar.

„Á þessari örlagastundu var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, eini vestræni utanríkisráðherrann sem heimsótti höfuðborgirnar þrjár og sýndi með því stuðning þjóðar sinnar í verki. Persónuleg tengsl og sérlegur áhugi Jóns Baldvins á Sovétríkjunum var raunar helsti hvatinn.“

Í kjölfar valdaráns í Moskvu í águst 1991 varð Ísland fyrsta ríki heims til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Í kjölfarið fylgdi hröð atburðarás og Sovétríkin heyrðu loks sögunni til í desember sama ár. Kolfinna Baldvinsdóttir er handritshöfundur og spyrill myndarinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×