Lífið

The Guardian fjallar um íslensku rappsenuna: „Ótrúlega frumlegt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Blær í Reykjavíkurdætrum er í viðtali við The Guardian.
Blær í Reykjavíkurdætrum er í viðtali við The Guardian.
íslenska rappsenan er til umfjöllunar í The Guardian og er talað um hana sem litríka og skemmtilega. Fréttaritari Guardian var staddur á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og eyddi miklum tíma í Hip-hop tjaldinu á hátíðinni. Þar komu fram allir helstu listamenn þjóðarinnar í Hip-hop senunni.

Sveitin Geimfarar og Gísli Pálmi fönguðu meðal annars athygli blaðamannsins.

„Hvernig Íslendingar nálgast þessa tónlistarstefnu er ótrúlega frumlegt og skemmtilegt,“ ritar blaðamaður The Guardian.

„Við sækjum innblástur í þá staðreynd að við erum einangruð á eyju sem er troðfull af fallegri náttúru,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, meðlimur í rappsveitinni Reykjavíkurdætur, í samtali við The Guardian.

Blær telur að Reykjavíkurdætur geti náð vinsældum víðsvegar um heiminn. „Það er erfitt að fá heimsathygli af maður heldur sig við sitt tungumál, samt sem áður skilur fólk oftast ekkert textana frá Sigurrós og Björk en þau eru öll heimsfræg.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×