Viðskipti erlent

The Force Awakens orðin tekjuhæst í Ameríku

Rey er leikin af Daisy Ridley.
Rey er leikin af Daisy Ridley. Mynd/Lucasfilm
Nýjasta Star Wars myndin, The Force Awakens, er orðin tekjuhæsta kvikmynd sögunnar í Bandaríkjunum og Kanada. Áfanginn náðist á í gær þegar tekjur af miðasölu fóru yfir rúma 760 milljónir dollara en það met átti áður myndin Avatar.

Á öðrum mörkuðum hefur myndin einnig slegið í gegn og halað inn 800 milljónum dollara. Þannig hefur ræman alls halað inn einum og hálfum milljarði dollara og er þegar orðin fjórða tekjuhæsta mynd sögunnar þrátt fyrir að hafa aðeins verið í sýningu frá því skömmu fyrir jól.

Að auki hefur myndin enn ekki verið frumsýnd í Kína, og gangi hún einnig vel þar er afar líklegt að um tekjuhæstu mynd allra tíma verði að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×