Innlent

Þau tíu verkefni sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá afhendingu Eyrarrósarinnar árið 2012.
Frá afhendingu Eyrarrósarinnar árið 2012. VÍSIR/SIGURJÓN
Listi yfir þau tíu verkefni sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina í ár hefur verið birtur.

Í ár barst mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina hvaðanæva af landinu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.

Eyrarrósarlistinn 2015 birtir nöfn þeirra tíu verkefna sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og koma alls staðar að af landinu. Þann 18. mars næstkomandi verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en hin tvö verkefnin hljóta peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Eyrarrósarlistinn 2015

* Braggast á Sólstöðum                                   

* Ferskir vindar                                                 

* Frystiklefinn                                                   

* Listasafn Árnesinga                                       

* Listasafnið á Akureyri   

* Nes Listamiðstöð               

* Orgelsmiðjan á Stokkseyri    

* Verksmiðjan á Hjalteyri

* Þjóðlagasetrið á Siglufirði

Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn laugardaginn 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Að venju mun Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenda verðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×