Lífið

Þátturinn Þær tvær færður til í dagskrá vegna grófra atriða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vala Kristín og Júlíana Sara í hlutverkum sínum.
Vala Kristín og Júlíana Sara í hlutverkum sínum. vísir
Sýningu á gamþættinum Þær tvær á Stöð 2 hefur verið seinkað til klukkan 21:10 í kvöld þar sem atriði í þættinum þykja ekki við hæfi barna. Þátturinn er venjulega á dagskrá klukkan 19:35 en í samræmi við vatnaskilaákvæði fjölmiðlalaga hefur sýningu verið frestað þar til eftir klukkan 21.

Bannað er að sýna efni sem haft getur skaðvænleg áhrif á börn í línulegri dagskrá, á þeim tíma sem ætla má að börn sé að horfa. Frá þessu banni eru þær undantekningar að efninu má miðla eftir kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum og eftir kl. 21 önnur kvöld vikunnar og til 5 á morgnana,“ segir á vef fjölmiðlanefndar.

Þær Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir fara með aðalhlutverkin í þættinum sem verður að óbreyttu á dagskrá klukkan 19:35 í vetur. Að neðan má sjá eitt atriði úr smiðju þeirra.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×