Fótbolti

Þáttur um Kínaævintýri stelpnanna okkar á Stöð 2 Sport í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stelpurnar fagna marki gegn Kína.
Stelpurnar fagna marki gegn Kína. mynd/ksí/hilmar þór
Farið verður yfir Kínaferð íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport HD í dag, aðfangadag.

Stelpurnar okkar fóru í mikla ævintýraför til Kína í október og tóku þar þátt á Sincere Cup, fjögurra liða æfingamóti. Auk Íslands og Kína tóku Danmörk og Úsbekistan þátt á mótinu.

Ísland endaði í 3. sæti á mótinu. Stelpurnar okkar unnu Úsbekistan, gerðu jafntefli við Kína en töpuðu fyrir Danmörku.

Hjörtur Hjartarson, íþróttafréttamaður 365 og skipstjóri á Akraborginni, fór með íslenska liðinu til Kína og fylgdist með stelpunum, bæði innan vallar sem utan.

Afraksturinn má sjá í þættinum „Kvennalandsliðið í Kína“ sem verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 15:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×