Lífið

Þáttur SVT um Panamaskjölin vann til Prix Europa verðlauna

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð og Jóhannes Kr.
Sigmundur Davíð og Jóhannes Kr. MYND/SKJÁSKOT ÚR PANAMAÞÆTTI KASTLJÓSS
Þáttur Uppdrag granskning um Panamaskjölin vann til verðlauna sem besti fréttaþáttur ársins á Prix Europa sjónvarpsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Berlín í kvöld.

RÚV greinir frá þessu. Í þættinum, sem sýndur er á sænsku ríkissjónvarpsstöðinni SVT,  birtist meðal annars viðtal þáttastjórnandans Sven Bergman og Jóhannesar Kr. Kristjánssonar við Sigmund Davíð Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann var spurður út í aflandsfélagið Wintris.

Sigmundur Davíð sagði af sér embætti nokkrum dögum eftir að þátturinn var sýndur.

Bergman tók við verðlaununum á hátíðinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×