Erlent

Þarf ekki að greiða nema lítinn hluta til baka

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Jacob Zuma.
Jacob Zuma. vísir/epa
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, þarf einungis að greiða lítinn hluta af því opinbera fé sem hann tók og nýtti til endurbóta á heimili sínu árið 2009. Honum hefur verið gert að greiða 509 þúsund Bandaríkjadollara, eða tæplega 64 milljónir íslenskra króna.

Zuma tók þrjá milljarða íslenskra króna úr ríkissjóði árið 2009 en endurbæturnar áttu að vera til þess fallnar að efla öryggi hans. Eftir að upp komst að Zuma hefði látið byggja hringleikahús, sundlaug, fjós og fleira var málið kært.

Stjórnarskrárdómstóll Suður-Afríku, sem er æðsti dómstóll landsins, komst að þeirri niðurstöðu í mars síðastliðnum að Zuma hefði brotið gegn ákvæði stjórnarskrárinnar með því að nota fé úr opinberum sjóðum til endurbóta á einkaheimili sínu.

Zuma neitaði að hafa gert nokkurt rangt; hann hafi tekið peningana í góðri trú og ekki vitað að hann væri að brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar. Hins vegar muni hann hlíta úrskurðinum.

Forsetinn hefur nú 45 daga til þess að greiða milljónirnar 64, sem er um 3 prósent af þeirri upphæð sem hann tók úr ríkissjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×