Innlent

Þarf að sæta nálgunarbanni gagnvart barnsmóður og barni

Atli Ísleifsson skrifar
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness.
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Er lagt til bann við því að maðurinn komi á eða í námunda við heimili barnsmóður sinnar og sonar þeirra á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus. Þá sé jafnframt lagt bann við því að maðurinn veiti konunni og syni eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.

Í greinargerð með kröfunni segir að þann 12. nóvember síðastliðinn hafi konan leitað til lögreglu og óskað eftir nálgunarbanni á hendur barnsföður sínum og fyrrum sambýlismanni. Hafi konan sagst óttast manninn en hann hafi meðan á sambúð þeirra stóð og eftir það beitt hana ofbeldi og verið með hótanir við hana.

Konan skýrði lögreglu frá því að undanfarið hafi maðurinn verið að fylgjast með henni og birst fyrir utan heimili hennar. Konan og maðurinn eiga saman einn son og er konan með forsjá yfir barninu en umgengnismál er nú í ferli hjá sýslumanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×