Innlent

Þakplötunum rigndi í nótt

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vitlaust veður var í Bolungarvík í gær.
Vitlaust veður var í Bolungarvík í gær. vísir/hafþór gunnarsson
Björgunarsveitir á Hofsósi, Bíldudal og Sauðárkróki höfðu í nógu að snúast í óveðrinu í nótt en þar fuku meðal annars hestakerra, hjólhýsi og gámur. Þá losnuðu mikið af þakplötum af steypistöðinni og gömlu rafstöðinni. „Segja má að um tíma hafi plötum rignt yfir hluta bæjarins og alls ekki óhætt að vera þar á ferðinni,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Einnig var mikið að gera fram á nótt á Vestfjörðum. Flest verkefnin voru á Bolungarvík en einni var mikið að gera á Ísafirði og Suðureyri. Um klukkan 22 í gærkvöld hættu verkefnin að berast inn á borð björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi, og á Snæfellsnesi luku þær störfum um klukkan eitt.

Um 150 björgunarmenn tóku þátt í aðgerðum í gærkvöldi og í nótt, þar af um 40 á Vestfjörðum.


Tengdar fréttir

Enn hættuástand á Patreksfirði

Hættuástand er enn á Patreksfirði og rýming enn í gildi, en þar var tuttugu og eitt hús rýmt í gærkvöldi vegna hættu á krapaflóðum úr hlíðunum fyrir ofan. Ekki hefur þó frést af slíku í nótt, en aðstæður verða kannaðar nánar í birtingu. Annars ríkir óvissustig á öllum sunnanverðum Vestfjörðum, en tíu metra breið aur- og krapaskriða féll úr hlíðinni fyrir ofan Bíldudal og hafnaði hluti hennar á íbúðarhúsi. Skriðan féll alveg niður í sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×