Lífið

Þakklát Svala strax byrjuð að hefja undirbúning fyrir stóru keppnina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svala fer til Úkraínu.
Svala fer til Úkraínu. Vísir/Andri Marinó
„Hún var ótrúleg, ég er svo þakklát,“ segir Svala Björgvinsdóttir aðspurð um hvernig tilfinning það hafi verið að sigra Söngvakeppni Sjónvarpsins. Svala verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Kænugarði í Eurovision í maí.

Svala bar sigur úr býtum eftir einvígi við Daða Frey Pétursson sem hreppti annað sætið. Svala segir að keppnin í ár hafi verið mjög sterk og því hafi sigurinn verið enn sætari.

„Ég bjóst ekki við þessu, það var mikið af svo góðum og sterkum lögum og sterkir flytjendur. Þetta var yndisleg tilfinning,“ segir Svala.

Svala og teymi hennar eru strax farin að undirbúa stóru keppnina. Hún er mjög spennt að fá það hlutverk að vera fulltrúi Íslands í Eurovision.

„Ég er ofsalega spennt að fara út og takast á við þetta verkefni. Þetta er svakalega stórt verkefni en verður örugglega mikið ævintýri,“ segir Svala.

Hún fetar þar með í fótspör föðurs síns, Björgvins Halldórssonar sem var fulltrúi Íslands í Eurovision árið 1995. Svala segir að það hafi gert sigurinn enn betri og að Björgvin sé mjög spenntur fyrir hönd dóttur sinnar.

„Kallinn var mjög stolturþ Hann hringdi í mig í gær. Hann var að spila á Akureyri og var í miðju lagi þegar tilkynnt var hver vann.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×