Fótbolti

Þakkaði bæði eiginkonunni og kærustunni fyrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohammed Anas.
Mohammed Anas. Mynd/Youtube
Fótboltamaðurinn Mohammed Anas breytti einni af bestu stundunum á ferli sínum í eina af þeim vandræðalegustu á einu augabragði.  Hann átti stórleik inn á vellinum en sömu sögu er ekki hægt að segja um frammistöðu hans eftir leikinn.

Mohammad Anas skoraði tvö mörk fyir Free State í sigri á Cape Town í suður-afrísku deildinni og var valinn maður leiksins. Slík útnefning kallar á sjónvarpsviðtal og þar byrjuðu vandræði Anas.  Nairobinews segir meðal annars frá.

Í viðtalinu eftir leikinn varð hann ekki lengur bara maður leiksins heldur einnig maður augnabliksins eftir að hafa misst út úr sér aðeins of mikið af upplýsingum um ástarmálin sín.

Mohammad Anas, sem er frá Gana, kom til suður-afríska liðsins í janúar og er því ekki búinn að vera lengi hjá Free State.

„Ég er þakklátur fyrir eiginkonu mína og fyrir kærustuna mína,“ sagði Mohammed Anas en áttaðí sig síðan á því hvað hann hafði sagt og leiðrétti sjálfan sig: „Fyrirgefið, ég ætlaði að segja, eiginkonu mína, eiginkonu mína.“

Hafi eiginkonan ekki verið á horfa þá eru litlar líkur á því að hún hafi ekki séð viðtalið því það fór eins og eldur um sinu út um alla samfélagsmiðla.

Hver veit nema að Mohammad Anas þurfi bara að þakka kærustunni sinni fyrir stuðninginn eftir næsta stórleik sinn.

Það er hægt að sjá viðtalið við Mohammad Anas hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×