Erlent

Þakka fyrir andlegu leiðsögnina

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Bæði búddistar og hindúar halda Guru Purnima hátíðlega.
Bæði búddistar og hindúar halda Guru Purnima hátíðlega. vísir/EPA
Indland Ungur drengur í Bangalore-héraði á Indlandi tekur þátt í helgiathöfn sem er hluti af Guru Purnima-helgihátíðinni á Indlandi.

Hátíðin er tileinkuð andlegum og akademískum leiðbeinendum og bæði hindúar og búddistar taka þátt í hátíðarhöldunum. Á þessum degi biðja lærisveinar til leiðbeinenda sinna eða gúrúa og námsmenn fagna deginum með því að þakka kennurum sínum fyrir leiðsögnina.

Dagurinn er mikil hátíð í menntakerfinu en margir háskólar á Indlandi opna dyr sínar fyrir stúdentum og fyrrverandi nemendum sem mæta og þakka kennurum sínum eða minnast eldri kennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×